Kristín Gunnarsdóttir, operations manager of Krambúðinn and Kjörbúðinn and Jóhann Már Helgason, Head of Commercial, Wolt Iceland
The popular convenience store chain Krambúðin has partnered with delivery service Wolt to bring groceries and snacks to Icelandic doorsteps. Wolt, who has had huge success in bringing home-delivery of restaurant-food to Iceland, is now embarking on the next step in the journey with groceries from Krambúðin.
The first Krambúðin-store came online in May, and since July all 15 stores in the Reykjavik area, Akureyri, Reykjanesbær and Selfoss are now available. Krambúðin stores offer between 2,600 and 2,900 different product groups, catering to a variety of daily needs, from snacks and beverages to essential groceries. With this partnership, Wolt customers can now easily shop for a wide selection of goods, whether they are looking for a quick snack or stocking up on household essentials, all with the convenience of same-day delivery, usually within 30 minutes.
– Working with Krambúðin is a great opportunity for us. We are excited to partner with them to expand our service offering in Iceland. Krambúðin is a trusted brand with a strong presence in local communities, and their broad range of products will significantly enhance the convenience we offer our customers, says Jóhann Már Helgason, Head of Commercial, Wolt Iceland.
Unlike other online grocery stores, the orders from Krambúðin are fulfilled from the local stores, thus adding to the local Krambúðin’s revenues, securing the presence in the community, as well as cutting down on delivery times.
This partnership is designed to make daily shopping faster and easier for Icelandic consumers, enabling them to access the same high-quality products available in-store, without having to leave home. Through the Wolt app, customers can browse Krambúðin’s wide range of items, place an order, and have it delivered in as little as 30 minutes, depending on location.
"This has gone very well and actually exceeded our wildest hopes. We are proud to be the first convenience store in Iceland to offer this service through Wolt, and it is clear that the market has been waiting for this. We look forward to continued cooperation with Wolt and to being able to offer our customers even more convenience in the future," says Kristín Gunnarsdóttir, operations manager of Krambúðinn and Kjörbúðinn.
According to early statistics from the first couple of months, Monster Energy Ultra white energy drink is the single most popular item, with beverages and snacks being among the most popular items, together with Meatballs from 1944.
Verslanakeðjan Krambúðin hefur hafið samstarf við heimsendingarþjónustuna Wolt um að senda matvörur og snarl heim að dyrum. Heimsendingarþjónustan hefur verið brautryðjandi í heimsendingu á Íslandi en hefur samstarfið við Krambúðina aukið enn fremur þá þjónustu sem Wolt býður upp á.
Fyrsta verslun Krambúðarinnar hóf sendingar með Wolt í maí á þessu ári, en frá því í júlí hafa allar 15 verslanirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi hafið heimsendingar. Krambúðin býður upp á 2.600 til 2.900 mismunandi vörur en lögð var áhersla á að bjóða upp á fjölbreytt úrval sem viðskiptavinir gætu þurft í heimsendingu.
«Það er frábært tækifæri fyrir okkur að vinna með Krambúðinni. Við erum spennt að þróa samstarfið með þeim til að auka þjónustuframboðið á Íslandi. Krambúðin er traust vörumerki með sterka nærveru í samfélaginu og fjölbreytt vöruúrval sem mun auka verulega þægindin sem við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á,» segir Jóhann Már Helgason, forstöðumaður viðskiptasviðs Wolt á Íslandi.
Ólíkt öðrum matvöruverslunum á netinu eru pantanir Krambúðarinnar afgreiddar frá verslun á staðnum. Þannig er afhentingartíminn styttur enn frekar og viðskiptavinir þurfa vanalega ekki að bíða meira en 30 mínútur eftir sendingunni. Samstarfinu er ætlað að gera dagleg innkaup hraðvirkari og auðveldari fyrir neytendur og gera þeim kleift að nálgast sömu hágæða vörur sem til eru í verslun án þess að þurfa að fara út fyrir hússins dyr. Í gegnum Wolt appið geta viðskiptavinir skoðað fjölbreytt vöruúrval Krambúðarinnar, lagt inn pöntun og fengið hana afhenta á um 30 mínútum, eftir staðsetningu.
«Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og í raun farið fram úr okkar björtustu vonum. Við erum stolt af því að vera fyrsta þægindaverslunin á Íslandi sem býður upp á þessa þjónustu í gegnum Wolt og það er greinilegt að markaðurinn hefur beðið eftir þessu. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs með Wolt og að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn meiri þægindi í framtíðinni,» segir Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Krambúðarinnar og Kjörbúðarinnar.
Samkvæmt tölum fyrstu mánaðanna er hvíti Monster Energy Ultra orkudrykkurinn vinsælasta staka varan og drykkir og snakk meðal vinsælustu vöruflokkanna, ásamt kjötbollum frá 1944.
About Wolt
Höfuðstöðvar tæknifyrirtækisins Wolt eru í Helsinki og gerir fyrirtækið viðskiptavinum sínum auðvelt að uppgötva bestu veitingastaðina, verslanir í nærumhverfinu og matvöru sem hægt er að panta og fá senda með hraði til einstaklinga og fyrirtækja. Til að gera þetta mögulegt hefur Wolt þróað tæknilegar lausnir fyrir allt frá flæðistjórnun, verslunarhugbúnað og greiðslulausnum til reksturs matvöruverslana eins og Wolt Market. Wolt var stofnað 2014 og keypt af DoorDash 2022. DoorDash rekur starfsemi í 31 landi og er Wolt með starfsemi í 27 af þeim löndum. Wolt hóf starfsemi á Íslandi í maí 2023
Contact details
-
- Christian Kamhaug
- Head of Communications & PR, Norway & Iceland
- christian.kamhaug@wolt.com