Not Just for Humans Anymore – Wolt Delivers for Cats (and Dogs)

Wolt_pets4.png
  • png

While Wolt may be best known for delivering yummy food to the Icelandic people, Icelandic pets are also reaping the benefits of convenient and fast deliveries. Wolt is seeing strong growth in a new category: pet stores. More and more customers are turning to Wolt to have everyday essentials for their pets delivered directly to their doorsteps. 

Popular products include dog food and kitty litter — items that are often heavy or inconvenient to carry home. Customers highlight the ease of skipping the trip and having bulky necessities arrive quickly and hassle-free.

Interestingly, the strongest growth has come from cat owners, with cat food dominating sales across the category. The most commonly ordered items range from premium wet food and prescription diets to treats, sprays, and accessories.

The trend highlights not only the convenience of ordering essentials like food and litter through Wolt, but also the growing trust customers place in the platform for larger purchases. In fact, one of the biggest recent orders — totaling more than 20,000 ISK — included everything a cat could need, from food to a new litter box.

– It’s clear that pets are an important part of our customers’ lives, and we’re delighted to see how popular this category has become. By working with local partners, we make it easier for pet owners to get everything they need – whether it’s food, treats, or accessories – delivered right when they need it, says Jóhann Helgasson, Head of Commercial for Wolt Iceland.

Pet supplies have quickly become one of the fastest-growing categories on Wolt in Iceland. Alongside restaurant meals, this reflects Wolt’s broader role as a convenience platform where customers can order not only food, but also groceries, gifts, alcohol, and now pet products.

Pet supplies are now available in all Wolt delivery locations across Iceland, with the exception of Selfoss. With more partners joining the platform, demand for pet products is expected to keep rising, ensuring that both customers and their furry friends are well taken care of.

– Our mission has always been to make everyday life easier – and that includes for pets too. The growth we’re seeing shows that people really value the ability to get trusted pet food and supplies delivered quickly, whether it’s a single bag of premium food or a full shopping list of essentials, said Jóhann.

Ekki lengur bara fyrir fólk – Wolt sendir heim fyrir ketti (og hunda)

Wolt_pets2.png
  • png

Þó Wolt sé hvað þekktast fyrir að færa Íslendingum gómsætan mat heim að dyrum, njóta gæludýrin nú einnig góðs af hraðri og þægilegri heimsendingu. Wolt sér fram á mikinn vöxt í heimsendingu frá gæludýraverslunum, sem eru jafnframt nýr vöruflokkur. Sífellt fleiri viðskiptavinir nýta sér Wolt til að fá helstu nauðsynjar fyrir gæludýrin sín sendar beint heim að dyrum.

Vinsælustu vörurnar eru hundafóður og kattasandur, en um er að ræða vörur sem oft eru þungar og fyrirhafnasamar að bera heim. Það er sérstaklega þægilegt fyrir viðskiptavini að sleppa við ferðina og geta fengið fyrirferðarmiklar nauðsynjavörur sendar heim fljótt og auðveldlega.

Athygli hefur vakið að mesta aukningin í pöntunum er frá kattareigendum, en kattamatur er langvinsælasti hluti flokksins. Algengustu pantanirnar spanna allt frá úrvals blautmat og sérfóðri upp í nammi, ýmsar vörur í úðaformi og fylgihluti. 

Vöxturinn sýnir bæði hversu þægilegt það er að panta nauðsynjar eins og fóður og kattasand í gegnum Wolt, og traustið sem viðskiptavinir sýna vettvanginum í stærri innkaupum. Af nýlegum pöntunum hljóðaði ein sú stærsta upp á 20.000 krónur og innihélt allt sem köttur þarf til að þrífast, þar á meðal mat og nýjan kattakassa.

«Það er augljóst að gæludýrin eru mikilvægur hluti af lífi viðskiptavina okkar og við erum mjög ánægð með hversu vinsæll flokkurinn er orðinn. Með því að vinna með innlendum samstarfsaðilum gerum við gæludýraeigendum auðveldara fyrir að nálgast allt sem þeir þurfa og fá það sent beint heim að dyrum á skömmum tíma, hvort sem það er fóður, nammi eða fylgihlutir,» segir Jóhann Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar Wolt á Íslandi. 

Gæludýravörur hafa á skömmum tíma orðið meðal ört vaxandi vöruflokka Wolt á Íslandi. Samhliða veitingum endurspeglar þessi þróun breitt hlutverk Wolt sem vettvangs þæginda þar sem viðskiptavinir geta í senn pantað matvörur, gjafir, áfengi og nú einnig gæludýravörur.

Gæludýravörur eru nú fáanlegar á öllum afhendingarsvæðum Wolt á Íslandi, að Selfossi undanskyldu. Eftir því sem fleiri samstarfsaðilar bætast við má búast við áframhaldandi aukningu á eftirspurn sem tryggir að bæði viðskiptavinir og loðnir fjölskyldumeðlimir þeirra séu vel settir.

«Okkar markmið hefur frá byrjun verið að einfalda daglegt líf og það sama gildir um gæludýrin. Vöxturinn sem við sjáum sýnir að fólk kann að meta það að fá gæludýrafóður og nauðsynjar afhentar hratt, hvort sem um ræðir poka af úrvalsfóðri eða heilan innkaupalista,» segir Jóhann að lokum.

About Wolt

Höfuðstöðvar tæknifyrirtækisins Wolt eru í Helsinki og gerir fyrirtækið viðskiptavinum sínum auðvelt að uppgötva bestu veitingastaðina, verslanir í nærumhverfinu og matvöru sem hægt er að panta og fá senda með hraði til einstaklinga og fyrirtækja. Til að gera þetta mögulegt hefur Wolt þróað tæknilegar lausnir fyrir allt frá flæðistjórnun, verslunarhugbúnað og greiðslulausnum til reksturs matvöruverslana eins og Wolt Market. Wolt var stofnað 2014 og keypt af DoorDash 2022. DoorDash rekur starfsemi í 31 landi og er Wolt með starfsemi í 27 af þeim löndum. Wolt hóf starfsemi á Íslandi í maí 2023

Contact details

Related topics

Receive exclusive news

Are you a journalist or do you work for a publication?
Sign up and request access to exclusive news.

Request access

Receive Wolt news on your RSS reader.

Or subscribe through Atom URL manually